14.11.2007 | 11:24
quintett í parken
Dagurinn í gær var skemmtilega skrítinn og sýp ég seiðið af honum núna með rauðvínshaus í náttfötunum kl.11:40, Finnur sefur ennþá.
Ef þið hafið lesið eitthvað af eldri færslunum á þessari síðu þá er ein sem nefnist "the end..." og var skrifuð 29.september síðastliðinni, virðist á vissan hátt eins og það sé heil eilífð síðan en á sama tíma eins og það hafi verið í gær. Allavega, skellti mér á einn kebab mínus franskar, í hádeginu í gær eftir ansi erfiðan jógatíma. Á rölti mínu með þennan "áður mjög svo vanmetna en núna svo ansi góða mat" í hönd gekk ég á hljóð sem reyndust vera gaurarnir tveir, fallegi saxafónleikarinn og steikti gítarleikaravinurhans að spila sér og öðrum til ánægju og yndisauka á litlu torgi ekki svo langt frá heimili sambýlinganna. Ég tyllti mér í sólbað á tröppurnar og lét undurfagra hljóma þeirra félaga leika um eyru mín á meðan ég gæddi mér á hádegisverðinum. Eftir góðar 40mín pökkuðu þeir niður hljóðfærum sínum, gengu til mín og spurðu hvort ég vildi koma og borða með þeim. Á þessu stigi færslunnar skal það tekið fram, með vísan í færslu sem nefnist "jákvæð athygli eða helber dónaskapur?" og var skrifuð fyrr í þessari viku að ekki var um að ræða um samskonar tilfelli og þar er rætt um. Þarna hafði ég sest niður sjálfviljug til þess að hlusta á þá félaga spila og hef líklegast gaukað að þeim einu eða tveimur brosum í sólinni. Auk þess voru þeir tveir, hressir og glaðir og gildir um það allt önnur lögmál heldur en einstaka, örvæntingafulla menn á stangli.
Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég með þeim, ásamt þýskri, frönskumælandi stúlku, heima hjá öðrum þeirra í minn annan hádegisverð þennan dag. Á meðan á matnum stóð hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan og var þar mættur maður er kallast Ben og var hann með saxafón undir hendinni. Að sið heimamanna vorum við kynnt og fylgdu því þrír kossar á sitthvora kinnina eins og vera ber. Nokkrum mínútum síðar hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan aftur og reyndist það vera maður sem ég kann ekki að nefna með trompet undir armi og aftur var þriggja kossa kynningin framkvæmd. Um 10 mín síðar hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan enn aftur og gekk inn í íbúðina maður sem ég get heldur ekki nefnt með banjo á bakinu og fékk ég þann heiður að kyssa hann 3 líka. Þýska stelpan fór í tíma en ég sat eftir í pínulitlu íbúðinni með fimm ungum mönnum, kontrabassa, saxafón, banjo, tropmet og básúnu. Fljótlega kom í ljós að þeir voru allir að spila á sín "ekki bestu hljóðfæri" (saxafónleikarinn spilaði á básúnu, gítarleikarinn á kontrabassa og hinn gítarleikarinn á tropmet...o.s.frv) og virtust þeir hafa mjög mis mikinn bakgrunn í tónlist en saxafónleikarinn þó þeim mun meira en hinir. Þegar hávaðinn var orðinn óbærilegur inn í litlu íbúðinni var hljóðfærunum snarlega pakkað niður og haldið út í almenningsgarð nokkrum götum frá og hefði ég gefið á mér báða handleggina fyrir að hafa verið með fótógrafíuapparat á því augnabliki svo kómísk var sú sjón að sjá fimmmenningana með hljóðfærin sín, þar með talið kontrabassann í engum kassa og stoppa alla umferð. "jammsessioninu" var síðan haldið áfram í garðinum á meðan sólar naut við. Ekki fór fram neinskonar númeraskipting og ekki veit ég hvað neinn þeirra heitir nema áðurnefndur Ben svo ólíklegt er að ég muni fá tækifæri til að hanga með þessu ansi skondna en skemmtilega hóp aftur en það er nú bara eins og það er.
Í gærkvöldi snæddum við Finnur svo grískan mat með öðrum Ben sem er barþjónn á Írskum bar í borginni. Ben var "under the weather" og fór því heim, upp í sófa og undir teppi eftir matinn en við sambýlingarnir vorum ekki alveg á því kl.21 á þriðjudagskvöldi þar sem það er jú bara þriðjudagur einu sinni í viku og ákvað ég að tími væri kominn til að kynna Finn fyrir Vínbarnum. Það sem átti aðeins að vera eitt vínglas fyrir svefninn endaði sem mörg vínglös í félagsskap yogakollega minna frá Kanada og Mexico, Kolumbíska barþjóninum, sænsku Söndru og tveimur dönum í djammleit og held ég að ástæðan fyrir því að Finnur sé ennþá sofandi sé sú að hann varð fyrir hálfgerðu áfalli þegar annar daninn byrjaði að tala við okkur á mjög svo góðri íslensku og var "Vegbúinn" með KK og "Rangur maður á röngum tíma" sunguð nokkrum sinnum hástöfum við misjafna hrifningu bareigandans. Barnum var skellt í lás kl.01 eins og vera ber og afþökkuðum við sambýlingarnir tilboð dananna um að fara með þeim á ástralska diskotekið og héldum heim í draumalandið.
Ef þið hafið lesið eitthvað af eldri færslunum á þessari síðu þá er ein sem nefnist "the end..." og var skrifuð 29.september síðastliðinni, virðist á vissan hátt eins og það sé heil eilífð síðan en á sama tíma eins og það hafi verið í gær. Allavega, skellti mér á einn kebab mínus franskar, í hádeginu í gær eftir ansi erfiðan jógatíma. Á rölti mínu með þennan "áður mjög svo vanmetna en núna svo ansi góða mat" í hönd gekk ég á hljóð sem reyndust vera gaurarnir tveir, fallegi saxafónleikarinn og steikti gítarleikaravinurhans að spila sér og öðrum til ánægju og yndisauka á litlu torgi ekki svo langt frá heimili sambýlinganna. Ég tyllti mér í sólbað á tröppurnar og lét undurfagra hljóma þeirra félaga leika um eyru mín á meðan ég gæddi mér á hádegisverðinum. Eftir góðar 40mín pökkuðu þeir niður hljóðfærum sínum, gengu til mín og spurðu hvort ég vildi koma og borða með þeim. Á þessu stigi færslunnar skal það tekið fram, með vísan í færslu sem nefnist "jákvæð athygli eða helber dónaskapur?" og var skrifuð fyrr í þessari viku að ekki var um að ræða um samskonar tilfelli og þar er rætt um. Þarna hafði ég sest niður sjálfviljug til þess að hlusta á þá félaga spila og hef líklegast gaukað að þeim einu eða tveimur brosum í sólinni. Auk þess voru þeir tveir, hressir og glaðir og gildir um það allt önnur lögmál heldur en einstaka, örvæntingafulla menn á stangli.
Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég með þeim, ásamt þýskri, frönskumælandi stúlku, heima hjá öðrum þeirra í minn annan hádegisverð þennan dag. Á meðan á matnum stóð hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan og var þar mættur maður er kallast Ben og var hann með saxafón undir hendinni. Að sið heimamanna vorum við kynnt og fylgdu því þrír kossar á sitthvora kinnina eins og vera ber. Nokkrum mínútum síðar hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan aftur og reyndist það vera maður sem ég kann ekki að nefna með trompet undir armi og aftur var þriggja kossa kynningin framkvæmd. Um 10 mín síðar hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan enn aftur og gekk inn í íbúðina maður sem ég get heldur ekki nefnt með banjo á bakinu og fékk ég þann heiður að kyssa hann 3 líka. Þýska stelpan fór í tíma en ég sat eftir í pínulitlu íbúðinni með fimm ungum mönnum, kontrabassa, saxafón, banjo, tropmet og básúnu. Fljótlega kom í ljós að þeir voru allir að spila á sín "ekki bestu hljóðfæri" (saxafónleikarinn spilaði á básúnu, gítarleikarinn á kontrabassa og hinn gítarleikarinn á tropmet...o.s.frv) og virtust þeir hafa mjög mis mikinn bakgrunn í tónlist en saxafónleikarinn þó þeim mun meira en hinir. Þegar hávaðinn var orðinn óbærilegur inn í litlu íbúðinni var hljóðfærunum snarlega pakkað niður og haldið út í almenningsgarð nokkrum götum frá og hefði ég gefið á mér báða handleggina fyrir að hafa verið með fótógrafíuapparat á því augnabliki svo kómísk var sú sjón að sjá fimmmenningana með hljóðfærin sín, þar með talið kontrabassann í engum kassa og stoppa alla umferð. "jammsessioninu" var síðan haldið áfram í garðinum á meðan sólar naut við. Ekki fór fram neinskonar númeraskipting og ekki veit ég hvað neinn þeirra heitir nema áðurnefndur Ben svo ólíklegt er að ég muni fá tækifæri til að hanga með þessu ansi skondna en skemmtilega hóp aftur en það er nú bara eins og það er.
Í gærkvöldi snæddum við Finnur svo grískan mat með öðrum Ben sem er barþjónn á Írskum bar í borginni. Ben var "under the weather" og fór því heim, upp í sófa og undir teppi eftir matinn en við sambýlingarnir vorum ekki alveg á því kl.21 á þriðjudagskvöldi þar sem það er jú bara þriðjudagur einu sinni í viku og ákvað ég að tími væri kominn til að kynna Finn fyrir Vínbarnum. Það sem átti aðeins að vera eitt vínglas fyrir svefninn endaði sem mörg vínglös í félagsskap yogakollega minna frá Kanada og Mexico, Kolumbíska barþjóninum, sænsku Söndru og tveimur dönum í djammleit og held ég að ástæðan fyrir því að Finnur sé ennþá sofandi sé sú að hann varð fyrir hálfgerðu áfalli þegar annar daninn byrjaði að tala við okkur á mjög svo góðri íslensku og var "Vegbúinn" með KK og "Rangur maður á röngum tíma" sunguð nokkrum sinnum hástöfum við misjafna hrifningu bareigandans. Barnum var skellt í lás kl.01 eins og vera ber og afþökkuðum við sambýlingarnir tilboð dananna um að fara með þeim á ástralska diskotekið og héldum heim í draumalandið.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af þessari frásögn má draga þann lærdóm að maður á alltaf hafa hljóðfærið sitt með sér hvar sem maður fer til að geta tekið þátt í ófyrirséðum djammsessjónum. Þá sé ég að enn er hægt að bæta sig í íslenskunni og hætta að dingla og hringja í staðinn. Gratúlera. Mér sýnist námið ganga að óskum hjá þér og gratúlera með það líka.
Kv ÞÓ
Þorgeir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:06
Það er greinilega ekki mjög leiðinlegt þarna hjá ykkur. Var engin leið fyrir þig að finna eins og eitt ferðapíanó eða gamalt selló til að slást í hópinn? Mér finnst að þú hefðir átt að leggja til við ungu mennina að þið stofnuðuð saman kvintett, sextett eða hvað sem er.
Kisa fitnar með degi hverjum og ljóst að hún fer ekki í kjólinn fyrir jólin en henni er nú slétt sama um það. Þetta áhyggjulausa líf. Stundum vildi ég óska þess að ég væri köttur...
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.