jákvæð athygli eða helber dónaskapur?

Okkur sambýlingana greinir á varðandi ýmislegt eins og gengur og gerist. Það sem okkur greindi á um í samræðum gærkvöldsins á hinum mjög svo ágæta hverfisbar okkar "Shakespeare" var hvort ég sé vanþakklát yfir því sem ég tel vera stöðugt áreiti karlmanna en Finnur vill meina að sé jákvæð athygli. Mér finnst fullkomlega óþolandi að geta hvergi tillt mér á bekk í sólbað, lesið bók á kaffihúsi eða drukkið kaffibolla á tröppum óperunnar nema einmana karlmenn á barmi örvæntingar, karlmenn á aldrinum 20-70 ára, beri sig að mér og spyrji hvað ég sé að lesa, tjái sig um hvað veðrið sé fallegt (því það er jú alltaf fallegt), spyrja hvort ég sé nemandi, vinnandi, gift, eigi börn, hvaðan ég komi og hvert ég fari. Nei, ég er víst bara dónaleg og vanþakklát.
Reyndar var niðurstaðan sú að ef þessir karlmenn væru á aldrinum 25-25 ára, vel snirtir, með góðan skeggvöxt, héldu á heimsbókmenntum í hönd og jafnvel með myndavél um hálsinn, flottir til fara og segðust hafa ferðast um allan heim, þá myndi ég líklegast láta eins og lítil saklaus skólastelpa, flissa og brosa mínu blíðasta. Kannski.
En enginn þeirra ca 137 karlmanna sem hafa borið sig á tal við mig á förnum vegi síðast liðna 3 mánuði hafa uppfyllt þessa lýsingu og því er það skoðun mín að þetta sé helber dónaskapur og engan veginn leiðin til að bera sig eftir kvonfangi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, hvað þetta fór í taugarnar á mér þegar ég var á Spáni! Þar var þó heldur meira um blístur og almenn köll. Ég held því miður að menn sem svífa á mann með þessum hætti séu sjaldnast týpurnar sem maður vildi ræða við ...

Salka (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 19:31

2 identicon

Innilega sammala ther i thessu ollu!  Svo veit madur lika ad their gera thetta vid adra hverja konu sem their sja, svo ad thad er ekki mikid hros falid i thessu.

Tinna (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:03

3 identicon

Nákvæmlega Tinna, það er það sem ég sagði við Finn en hann vill meina að svo sé ekki. Ég held því fram að það skipti litlu sem engu máli hvernig kvenmaðurinn sem er einn á ferð lítur út, hvort hún sé dökkhærð, ljóshærð, feit, mjög, stórt nef eða lítið nef, þeir sjá aðeins kynveruna og ekkert annað og því sé þetta ekki á neinn hátt nokkurskonar egobúst heldur aðeins niðrulæging.

Hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband