valkvíði.is

Ég á við að stríða svokallaðan valkvíða á mjög háu stigi, orsakast hann af of mörgum áhugamálum og lélegri færni í forgangsröðun.

Ég get ekki ákveðið hvort ég eigi að skrá mig í fjarnám í 2 áfanga eftir jól eða frekar skella í eitt stykki BA-ritgerð. Aðeins eru tveir áfangar sem koma til greina en ef ég vel BA ritgerðina sem væri að margan hátt skynsamara þá er að velja um svona 15 efni sem ég gæti hugsað mér að skrifa um.
Ég get heldur ekki ákveðið hvort ég eigi að taka mannfræði til 90 eininga eða hvort ég ætti að taka stjórnmálafræði, kynjafræði eða viðskipta-og hagfræði sem aukagrein til 30 eininga.
Ætti ég að fara i í master í þróunarhjálp, mannfræði, alþjóðasamskiptum, sjónræn mannfræði (heimildamyndagerð), stjórnmálafræði eða listrænamenningarstjórnun?
Mig langar mjög mikið og ég ætla mér að læra ljósmyndun á einhverjum tímapunkti.
Einnig hefur leiðsögumannaskólinn lengi heillað mig og væri ég mjög til í að taka "guideprófið" og fara í ferðir með heillaða bandaríkjamenn, dani eða frakka um fjöll og dali á sumrin.
Ég var búin að ákveða að fara Steinnuni Ólafsdóttir bekkjarsystur minni og vinkonu í Friðarskólann í Costa Rica, það væri nú ekki leiðinlegt. (held reyndar að það hafi átt að vera 2009 svo ég verð að hafa hraðann á)
Já og síðan er það tangoinn og hótelið sem ég ætla að opna með vinum mínum Lilý og Arnari í Argentínu eftir nokkur ár, verið þið öll hjartanlega velkomin. Þar get ég reyndar slegið tvær flugur í einu höggi og lært spænsku í leiðinni eins og mig langar svo mikið.
Yoga(ð) er komið til að vera, ekki sjaldnar en 4x í viku.

Margt af þessu, þó ekki yoga(ð), veltur á því hvort ég ákveð að vera annað ár hér við Miðjarðarhafið sem í augnablikinu kemur vel til greina, en það veltur þó á því hvaða ákvörðun ég tek um námið

Verst hvað ég er lélegur og allajafna kærulaus nemandi, gæti orðið smá vandamál í ofangreindri upptalningu. við vinnum í því

Ætli cellóið og söngtímarnir verði ekki að bíða betri tíma

Í augnablikinu langar mig þó mest að læra/kunna frönsku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drífðu námið af, farðu í master í sjónrænni mannfræði og ég kem með til Costa Rica. Reyndar ekki í friðarskólann, er sjálfur svo friðsamur maður að ég þarf ekki á honum að halda, en ég er til í að chilla.

Argentína verður alltaf Argentína og þangað er hægt að fara þegar maður er svo gamall að maður nennir engu öðru.

 Já og jóga er leiðinlegt.

Tryggvi (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:32

2 identicon

Takk Tryggvi minn

Þú hefur leyst allan minn vanda!!! Hvenær ertu laus til Costa Rica? Ætli það sé mikill munur á Fredrikstad og Costa Rica?

Jóga er ekkert salsa en ansi gott fyrir líkama og sál.

Hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:20

3 identicon

Eg kannast vid thetta vandamal... Of marg haegt ad gera, of litill timi til ad gera thad allt almennilega

Tinna (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband