5.11.2007 | 22:38
...fullur poki af ávöxtum og grænmeti og falinn inn'á herbergi
Ég er búin að leysa ráðgátuna um það afherju Frakkar eru svona grannir þrátt fyrir fremur óheilbrigðan lífsstíl.
Borða nógu mikið af hvítu brauði með fullt af smjóri og sultu í morgunmat og drekka með því 3 bolla af kaffi með fullt af sykri.
Heit máltíð kl. 13:30 en oft eldað akkúrat ofan í þann fjölda sem mun borða og gjarnan skammtað þannig á diskana í fyrstu adrennu að ekkert er eftir fyrir þá aðra. Ef svo ólíklega vill til að eitthvað sé eftir þegar allir eru búnir að borða einn disk þá fær enginn sér meira. Með matnum er borðað fullt af hvítu brauði og í eftirrétt eins og þrír ostbitar.
Frá kl.14-21. er ekki borðaður matarbiti, ekki kexkaka, ekki vínber. Einungis drukkið te með fullt af sykri.
Kl.21 er heit máltíð og aftur fá allir sér bara einu sinni á diskinn og borða fullt af hvítu brauði með og ostbita í eftirrét.
Þetta hljómar ekki svo erfitt, kannski ætti ESB að setja þessar venjur inn í lögjöfina hjá sér.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Myndirnar úr sveitinni eru ÆÐISLEGAR! Ég er búin að skoða þær tvisvar. Þú ert lunkinn ljósmyndari.
P.S. Ég hugsaði það sama um Grég þegar ég kom til Marseille .... no offence to Lucy sko ;)
Salka (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:48
Hildur mín. Var að komast að því að þú haldir úti þessari líka góðu bloggsíðu. Búin að fara á handahlaupum um nokkrar færslur. Held áfram að fylgjast með. Vona að þú hafir það sem allra best.
Þín Kristín
Kristín E. Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.