kastali, traktorar, matur, bækur, lifandi jarðýta og geitungar

Litirnir voru ótrúlegir, rauðir, gulir, grænir, appelsínugulir og fullkomlega umluktu hlíðarnar upp og niður. Sólin skein skært. Eftir því sem við keyrðum ofar fækkaði trjánum hratt og maginn færðist hraðar og hraðar upp eftir vélindanu og upp í háls.og svo kingja. Eftir 8329 beygjur sem aldrei náðu að vera meira en 60 metrar blasti við mér "kastali" í miðri auðninni. "Nei, Ildur (franska nafnið mitt), þið Finnur sofið í hinu húsinu". Já alveg rétt, það var orðið svo langt síðan ég hafði sofið í kastala að ég var búin að gleyma því að gestirnir fá sér hús til að sofa í.
Traktorinn er að koma, allir út í kuldann og horfa á nýja traktorinn sem fer ekki í gang nema með rafköplum og gengur aðeins í 7 mínútur á milli þess sem hann hvílir sig í fimm klukkutíma.
"Vill einhver meira að borða?" Allir: "nei takk". Hildur: "já, kannski bara pínu pons"
Afhverju er ekki arinn í öllum húsum, það er svo yndiælt og svo gaman að höggva í hann við með 700 kílóa sleggju og raða í stafla, svo gott fyrir vöðvana þið skiljið. "Mamma, afhverju er Finnur svona skrítinn á svipinn og hleypur út um allt tún?" " "það er vegna þess að Finnur er hræddur við geitungana elskan mín" "já en mamma, geitungarnir gera ekki neitt, þeir suða bara fallega í sólinni" "ég veit gullið mitt, ég veit"
Traktorinn, hann þarf að fara inn í skýli.
Harry Potter maraþon. 1. sæti Jeanne, 2.sæti Lucy, 3. Greg
"Vill einhver klára restina úr pottinum?" Allir: "nei takk". Hildur: "ég skal alveg klára ef enginn annar vill"
Finnur: "there are wilde bores out there who eat the leftovers"
Greg: "ha, wilde hores out there?"
Traktorinn, hann þarf að fara út úr skýlinu
Varúð lifandi, tveggja ára, jarðýta nálgast óðfluga...skyldi hún vera góð fluga? Finnur: "nei, góðar flugur eru ekki til".
Jarðýtan: "hvar er traktorinn?"
"það eru smá eftir af hrísgrjónum og fjórir kjötbitar, hver ætlar að klára?" Allir: "ekki ég takk". Hildur: "má ég þá klára?"

Fjallgöngur, bókalestur, skógarhögg, bókalestur, eldiviður, hugsa, hugsa, hugsa.
Held ég hafi hugsað meira, borðað meira kjöt og tekið fleiri myndir en ég hef gert samtals seinustu fjögur ár. Allt mjög jákvætt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband