25.10.2007 | 20:44
á ströndinni 23.oktober
Jæja,þá er hún Albína mín komin og farin, stutt stopp en einkar ánægjulegt. Gerðum okkur ýmislegt til dundurs þó engin söfn hafi verið skoðuð. Sunnudagurinn var tekinn í rölt um gamla hluta borgarinnar og matur borðaður, skal þar helst nefna sushi sem bragðaðist með eindæmum vel. Eftir að hafa búið hér í nærri þrjá mánuði komst ég, það er að segja Albína, að því að hér er að finna hinn fínasta dýragarð og var mánudagurinn nýttur til að skoða eðlur sem smjöttuðu á músarungum, mauraætu, ljón, birni og fleiri kynjadýr en lang skemmtilegastir þóttu mér þó hinir margvíslegu apar sem þar var að finna. Að horfa á pínulítinn apa reyna að ná kjötinu úr appelsínubát er álíka skemmtilegt og horfa á dáleitt fólk troða ímynduðum seðlum inn á sig en það er með því fyndnara sem ég hef séð.
Á mánudagskvöld var elduð ein sú besta máltíð sem sögur fara hér í borg og þótt víðar væri leitað, jafnvel þótt ofnskúffan hafi ekki passað í ofninn. Andabringur, potatos a la Þorgeir, baunir,sveppir og sallat. Ekkert okkar hafði eldað nokkuð af þessu áður nema sveppina og sallat og var því vaðið nokkuð blint í sjóinn. Albína skar þríhyrninga í fituna og bjó til sósuna, ég skar sveppina í bita og var á skeiðklukkunni þegar bringurnar voru á pönnunni (2min á hvorri hlið) og Finnur blandaði mojito og braut hurðina á bakarofninum. Sem sagt hið fínasta samstarfsverkefni og er þríeikið að hugsa um að stofna veitingastað í Skeifunni.
Á miðvikudag skelltum við stöllur okkur svo á ströndina en það virðist sem strandseasonið sé búið þar sem eina fólkið sem var á risastórri ströndinni voru þrír menn með prik í hendi. Við létum það þó ekki á okkur fá, enda 15 stiga hiti og sól og sleiktum sólina á nærklæðunum einum saman í góða tvo tíma og er ekki laust við að freknunum hafi fljölgað um þrjár.
Gærdagurinn var síðan tekinn í rólegheitarbúðarrölt og kaffihús.
Á mánudagskvöld var elduð ein sú besta máltíð sem sögur fara hér í borg og þótt víðar væri leitað, jafnvel þótt ofnskúffan hafi ekki passað í ofninn. Andabringur, potatos a la Þorgeir, baunir,sveppir og sallat. Ekkert okkar hafði eldað nokkuð af þessu áður nema sveppina og sallat og var því vaðið nokkuð blint í sjóinn. Albína skar þríhyrninga í fituna og bjó til sósuna, ég skar sveppina í bita og var á skeiðklukkunni þegar bringurnar voru á pönnunni (2min á hvorri hlið) og Finnur blandaði mojito og braut hurðina á bakarofninum. Sem sagt hið fínasta samstarfsverkefni og er þríeikið að hugsa um að stofna veitingastað í Skeifunni.
Á miðvikudag skelltum við stöllur okkur svo á ströndina en það virðist sem strandseasonið sé búið þar sem eina fólkið sem var á risastórri ströndinni voru þrír menn með prik í hendi. Við létum það þó ekki á okkur fá, enda 15 stiga hiti og sól og sleiktum sólina á nærklæðunum einum saman í góða tvo tíma og er ekki laust við að freknunum hafi fljölgað um þrjár.
Gærdagurinn var síðan tekinn í rólegheitarbúðarrölt og kaffihús.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er heltönuð eftir strandferðina (í alvöru!) og Skeifan er einmitt sú staðsetning sem mér hafði dottið í hug!
Albína (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.