túrhesta hvað?

Ligg eins og klessa í sófanum, afvelta eftir dásamlegt takeaway kína bufet og búin á því eftir maraþon yogatíma. Ætli allar þessar konu mæti í yoga til að slaka á og anda eða til þess að horfa á fáránlega fallegu og vel vöxnu yogakennarana sýna hvernig eigi að gera æfingarnar? nei, maður spyr sig. Nokkur kerti og Siggurrós, gott combo. Sambýlingurinn búinn að yfirgefa mig, farinn til Marseille að heimsækja skiptinemafjölskyldu sína fram á sunnudag.
Mín elskulega æskuvinkona Albína, sem er búin að þekkja mig síðan ég var í móðurkviði þar sem hún er 6 mánuðum eldri en ég kemur annað kvöld, en hún hélt snilldar fyrirlestur á fornleifafiskibeinaráðstefnu í Antibes (rétt hjá Nice) í gær. Hún stoppar fram á fimmtudag. Það er fátt planað fyrir dvöl hennar hér við Miðjarðarhafið annað en að borða mjög mikið af sushi, baguette, ostum, pesto, olífum, hráskinku, paté og öllu öðru sem gott er og drekka mikið af mojito, rauðvíni og rósavíni. Þó til að friða túrhestasamviskuna reikna ég með að kíkt verði á eins og eitt safn og dómkirkjan vígð.
yoga 10 í fyrramálið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband