...ja eða samkvæmt verkfallsáætlun

var víst aðeins og fljót á mér að dásama sporvagnastarfsmenn okkar, sporvagnarnir gengu víst ekki nema 30% í dag og þegar ég mætti á sporvagnastöðina 10min áður en frönskutíminn átti að byrja voru amk 20 min þar til næsti vagn kæmi og svo er góður 7 min gangur upp í skóla frá stoppistöðinni, ergo ég næði kannski að vera mætt 30 min og seint.en þar sem ég og reyndar fleiri nemendur erum ekki svo sátt við kennsluna (ég veit, var mjög ánægð eftir 1. tímann en svo ekki meir) og kennarann sem verður alveg öskuillur og fúll ef maður ekki skilur eitthvað, þá taldi ég tíma mínum úr því sem komið var betur varið í að fara og sjá franska kvikmynd með engum texta og vinna þannig heimavinnuna fyrir daginn. Franska kvikmynd þar sem mjög mikið var talað og minna gert og verður að játast að það eru mörg stór göt sem sitja eftir og ég veit ekki alveg hvað varð um dökkhærða manninn eða afhverju ljóshærða konan sótti um vinnu hjá ástkonu fyrrverandi ástmans síns

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sleppti núllinu ... eins og maður á að gera. En það kom bara frönsk símsvarakona sem þuldi upp númerið ykkar og bauð mér að skilja eftir skilaboð (ég skildi það í svona sextándu tilraun). What gives?

Salka (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 23:40

2 identicon

það virðist hafa verið eitthvað "moj" með símann þetta kvöld sem þú varst að reyna að hringja í okkur kæra heiðursmágkona en hann hefur hringt síðan þá svo ég mæli með því að þú reynir aftur. Þó ekki fyrr en annað kvöld nema auðvitað þú viljir tala bara við mig, þá er þér meira en velkomið að hringja hvenær sem er;0) en já, Finur kemur sem sagt til baka frá Marseille á sunnudagskvöld.

hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 11:18

3 identicon

Þakka upplýsingarnar, heiðursmágkona - ég mun hringja þegar síst varir, líkt og tígrisdýrið sem læðist ...

Eða, þú veist, ég hringi bráðum :)

Salka (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband