16.10.2007 | 16:24
24/7
Já alltaf batnar það, eru sambýlingarnir nú orðnir tengdir við umheiminn 24 tíma sólarhringsins heima og að heiman. Fjárfestum í þessum líka fína heimasíma áðan sem er fínasta viðbót við annars fremur tilkomulítið stofustáss sem fyrir er. Ef þú lesendi góður fyllist óstjórnlegri og óviðráðanlegri löngun til að tala við okkur sambýlingana, svo sterkri löngun að hún kemur í veg fyrir að þú getir haldið áfram þínu daglega amstir eða að þú getið sofnað á kvöldin, nú þá er bara að taka upp símtólið og stimpla inn 0033-0499-61-0395 og við munum svara jafnt að degi sem og nóttu og ef við svörum ekki þá er bara að hringja í neyðarnúmerið 0033-0621-7063-76. Nú ef þetta símtal svalar ekki þörf þinni lesandi góður, þörf þinni fyrir að heyra í sambýlingunum nú þá getirðu bætt um betur og fundið þá á þar til gerðum netsíma eða skype eins og það heitir á góðri íslensku og skráð þar inn "hildurbjorgvinsdottir" og muntu þá fá sambýlingana í allri sinni dýrð og ljóma upp á tölvusjáinn hjá þér. Ef þetta hinsvegar svalar enn ekki þörf þinni og þú ert enn andvaka þá kvet ég þig eindregið til að fara á Icelandexpress.is eða icelandair.is og kaupa þér eitt stykki flugmiða til Parísar (eða til London og Ryanair frá London) og við hér á 5, rue du Chapeau Rouge munum ávalt taka vel á móti þér með brenndum grjónagraut og rauðvínsglögg.
Lifið heil
Lifið heil
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg tilviljun, ég á einmitt flugmiða til ykkar í janúar en hann er hins vegar frá Berlín til Nice ...
Annars er ég massívt glöð yfir þessum heimasímafregnum, sem mamma færði mér fyrr í kvöld. Þér megið búast við upphringingu.
Salka (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:25
Innilega til hamingju med thetta skref inn i framtidina ;o)
Tinna (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.