13.10.2007 | 15:38
stolt, þrjóska eða jafnvel vottur af heimsku?
Ég vil meina að munurinn á stolti og þrjósku sé oft ansi loðinn. Stolt getur verið jákvætt sé því beitt á skynsaman hátt og í hófi en stolt í óhófi getur mjög auðveldlega orðið að þrjósku og gleymist þá oft hvaðan stoltið kom upphaflega og fer að snúast upp í andhverfu sína. Þannig er mjög merkilegt að tala við suma Frakka sem vilja meina að almennt enskukunnáttuleysi meðal þjóðarinnar sé engöngu stolt, stolt yfir tungumáli, sögu og menningu þjóðarinnar. Ég vil meina að stór og valdamikil þjóð sem neitar að læra ensku vegna stolts sé þrjóskari en heilt nautabú og að það muni bara koma þeim um koll að lokum.
Einnig kemur það landanum hér á óvart að ég skuli vera orðin 24 ára gömul og enn í BA-námi því jafnvel þótt Íslendingar byrji tveimur árum seinna í háskóla en aðrar þjóðir í heiminum þá ætti ég samkvæmt því að vera búin með BA og byrjuð á mínu fyrsta ári í mastersnámi. Hér þekkist það ekki að taka sér frí frá námi til að vinna eða ferðast, ekki til, heldur er öll skólagangan eins og hún leggur sig, tekinn complet á einum bretti svo hægt sé að hefja starfsframann og loksins þegar það allt saman er komið þá er hægt að fara að íhuga það að stofna fjölskyldu, festa kaup á íbúð og jafnvel drita niður nokkrum börnum.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.