plebbaskapur í ofurhæðum

Sænsku kjötbollurnar búnar! Þvílík og hvílík vonbrigði! Fórum í vettvangsferð í stóru gulu búðina í gær (hafði ekki hætt mér inn í slíka verslun síðan ég lék Línu Langsokkur í fjóra daga við opnun einnar slíkrar fyrir ári síðan) og gerðumst ofur-súper-plebbar og fengum okkur að borða á restaurant IKEA. Einhvernveginn varð að bæta fyrir kjötbolluleysið og taka plebbaskapinn í hæstu hæðir og varð niðurstaðan brownie, kaffi og bjór. Sátum þar í góðan klukkutíma og ræddum heimsmálin.

Ef eitthvert ykkar hefur einhverntíman efast um notagildi og nauðsyn uppþvottagrindar þá get ég fullyrt að síðan ég eignaðist svoleiðis, fyrir sólarhring síðan þá hefur líf mitt verið eintómur dans á rósum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband