Ætli sloppar komist einhverntíman í tísku svona eins og kraftgallar og lopapeysur?

Segi svo að það hafi ekki verið skynsamlegt að taka náttsloppinn góða með, er strax farinn að sakna hans en ég ákvað að kasta af mér kjúklingaklæðunum í morgun og fara í siðsamlegan klæðnað fyrir hálffríska konuna. Er allavega nógu frísk til að hafa getað loksins náð að koma tengli yfir á vangaveltur sambýlismanns míns inn á þessa síðu mína og hvet ég ykkur eindregið til þess að kíkja þangað yfir, ekki svo langt að fara, þurfið ekki einu sinni að fara í jakka og getið verið á inniskónum. Þó svo mér líði kannski ekki eins og nýslegnum túskildingi þá ætla ég að láta mig hafa það að mæta í frönsku á eftir, hlakka nánast til eins og barn til jólanna. Stend í einhverskonar barnslægri trú um að þetta námskeið verði lykillinn að öllum mínum vandamálum hérna úti. Ummmm, kannski ekki mjög skynsamlegt en börn eru jú ekki alltaf mjög skynsöm er það?
Sýndist nágrannar mínir vera að borða hádegismat úti á svölum áðan, það er gott, þá verður súrefnissjokkið ekki eins mikið þegar ég hætti mér út úr holunni minni á eftir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, ég sit á sófanum.

Finnur (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 10:31

2 identicon

Hér bíð ég ýkt spennt eftir að fá að vita hvernig var á námskeiðinu!

Svona í framhjáhlaupi vil ég geta þess að nú hef ég flutt nokkrum sinnum til mismunandi útlanda, og í hvert einasta sinn hafa fyrstu vikurnar verið frekar krappí. Fyrsta mánuðinn í Wales bjó ég með hörmulegum, drykkfelldum og sígrenjandi unglingum (tveir þeirra voru þar að auki hermenn!). Fyrsta mánuðinn í Glasgó bjó ég ein og þekkti ekki eina einustu manneskju í borginni svo ég horfði á Six Feet Under allan sólarhringinn og grét yfir örlögum persónanna eins og þær væru bestu vinir mínir. Þetta tekur bara tíma ... svo allt í einu er orðið gaman og maður áttar sig á því að maður er kominn með vinahóp, uppáhalds hangsistaði og indæla þægindatilfinningu. Þannig hefur það allavega alltaf verið hjá mér. Hlýtur að vera, því ég er enn í Glasgó ...

Salka (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband