hvað er krákan á þakinu á móti að æsa sig?

Jæja, nú er nóg komið af eimd og volæði á þessari bloggsíðu, heilsan fetinu skárri í dag en í gær, gat meira að segja staulast fram úr rúminu/sófanum og fengið mér kínóagraut í morgun, það er nú góðs viti jafnvel þó ég hafi því miður ekki náð að komst í tíma í almennri bandarískri mannfræði eins og mig langaði svo mikið. Ætla mér þó að mæta í fyrsta frönskutímann annað kvöld sama hvort það verði úr rúminu eða i rúminu, það er aldrei gott að missa af fyrsta tímanum í neinu! Leitt til þess að hugsa að moskítóflugan sem beit mig í nótt mun vera illa haldin af flensu næstu daga.
Það er ekki alveg ljóst en í stigaganginum eru 4-6 íbúðir og virðist meðalaldurinn vera um 25 ára og væri því tilvalið að halda stigagangspartý. Erum nokkuð viss um að gæinn sem býr fyrir neðan okkur sé kominn af ríkum ættum miðað við skóna sem hann gengur í og skellihnöðruna sem hann keyrir á og auk þess er hann alltaf með fólk í heimsókn, yfirleitt af hinu kyninu og eins erum við viss um að Toni sem býr á móti okkur sé fjöldamorðingi frá Luxembourg en stelpurnar sem búa í húsinu á móti hafa ekki sést síðan þær fóru í heimsókn til Toni.
Hafið þið einhverntíman séð mús hlaupa niður háar steintröppur, dauða nær af hræðslu, tröppu eftir tröppu pombsar hún niður og fær að öllum líkindum smávægilegan heilahristing í hverri lendingu af "svip" hennar að dæma. Dálítið kómísk sjón. Ég held hún búi í kjallaranum með hjólunum og innkaupakerrunni. Finnst það bara ansi notaleg tilfinning að hafa svona sameiginlegt stigagangsdýr...svo framarlega sem þetta hafi ekki verið stóra frænka músarinnar. Sé eftir því núna að vera ekki duglegri að læra heima í "mús 103"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband