2.10.2007 | 13:25
Cultural Stúdentar í Montpellier
Veit ekki hvernig það er í öðrum frönskum borgum en hér í Montpellier er gert svakalega vel við Stúdenta. Ég er komin með í hendurnar svokallaðan "pass culture" sem kostaði mig heilar 9evrur en veitir mér afslátt að tveimur "hip" kvikmyndahúsum þar sem sýndar eru bæði klassískar franskar myndir sem og erlendar myndir á sínum original tungumálum, slatta af leikhúsum, sinfoníunni og hinum ýmsu tónleikum og uppákomum. Almennt miðaverð í bíó er 7 evrur en ég þarf einungis að borga 3.70 gegn framvísun kortsins og 5 evrur á allar hinar ofangreindar uppákomur. Stefni á að vera ansi öflug í menningarlífinu í vetur.
Einnig fá stúdentar afslátt í almenningssamgöngur, bókabúðir og örugglega ýmislegt fleira.
Finnst að Reykjavíkurborg ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar...ég veit það er orðið frítt í strætó og hálfnað verk þá hafið er en það má gera enn betur.
Einnig fá stúdentar afslátt í almenningssamgöngur, bókabúðir og örugglega ýmislegt fleira.
Finnst að Reykjavíkurborg ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar...ég veit það er orðið frítt í strætó og hálfnað verk þá hafið er en það má gera enn betur.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.