sokkar eða sokkbuxur...kannski bara bikiní?

Ég held ég þurfi kannski að fara og kaupa mér sokka. Ég veit fátt betra en að ganga í pilsum/kjólum og berfætt en þeir eru jú teljandi á fingrum annarrar handar þeir dagar sem það er hægt á Íslandi farsælda fróni. Hér við Miðjarðarhafið er reyndin önnur og hef ég verið berfætt síðan ég lennti á flugvellinu. Nú hinsvegar er örlítið farið að hausta og mun ég brátt þurfa að fara að troða mér í hel... sokkabuxurnar. Nú eða fara að ganga í buxum og sokkum en þar sem ég tók aðeins með mér tvenn sokkapör þá duga þeir skammt inn í vikuna. Þó kann ég best við kjólana svo ætli hel....sokkabuxurnar verði ekki ofan á.
Annars hef ég ekki orðið svona lasin svo langt sem rúmlega 24 ára minni mitt nær, kannski muna foreldrar mínir betur! Þetta er sú allra ömurlegasta pest sem ég hef fengið, ojjj. En svo við förum í smá Pollíönuleik þá er nú fínt að ég sé í svona fáum tímum í skólanum og enn sem komið er er ég ekki búin að missa af neinu heldur bara geta verið veik í friði. Hinsvegar langar mig mjög í tíma í klassískri mannfræði í fyrramálið og að sjálfsögðu í besta eða versta frönskutímann á fimmtudag. En allavega, þar sem ég lá lasin á dýnu minni til 5:30 í morgun og reyndi að sofna þá lærði ég það að Montpellier er eins og New York, borgin sem aldrei sefur. Það var nánast eins og það væri karnival hér í næstu götu, á mánudagsnóttu, bongotrommur, gítarar og líklega hópur af fólki sem talaði mjög hátt.
Nú er sólin aftur farin að skína eftir nokkra skýjadaga svo hún hlýtur að flytja með sér fullt af vítamínum og góða heilsu.

kjúklingurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband