fæ ég far?

Nú er það spurningin, ætli síðasti hópurinn af fjórum sé besti hópurinn eða versti hópurinn? Niðurstöður úr stöðuprófinu í frönsku voru að koma og mun ég vera alla fimmtudaga,18:15-20:15, fram að jólum. Kennt er mánudaga-fimmtudaga, sem sagt fjórir hópar en ekkert kom fram á hvaða stigi frönskukunnáttu hver hópur væri. Spennandi. Hlakka mjög til, bæði að læra frönskuna almennilega og eins vonandi að kynnast einhverju fólki. Annars er ég algjörlega á því að það eigi að breyta skólakerfinu á Íslandi. Hef alls ekkert á móti mér yngra fólki, þó ég viðurkenni að ég hef lengi verið haldin svokallaðri ofsahræðslu í garð unglinga, en þegar meðal aldur skiptinemana er 21 árs og einhverjir eru einungis 19 ára þá kannski er orðið lítið sem við eigum sameiginlegt annað en að vera skiptinemar og það kemur manni bara svo og svo langt í vinskapsmyndun. Ef skólakerfið á Íslandi væri eins og virðist vera í lang flestum ríkjum í heiminum, það er að segja, nemendur byrja 18 ára í háskóla en ekki 20 ára þá held ég að það yrði strax mun auðveldara fyrir íslenska nema, bæði menntaskóla-og háskólanema að fara sem skiptinemar.
Annars hefur haustflensan tekið sér far með norðanvindinum suður á bóginn því ég bókstaflega steinligg í bælinu, undirlögð af ýmiskonar flensuskít, mikið grín og mikið gaman. Get ekki einu sinni plata Finn út á videoleigu því til þess að taka mynd þarf maður að vera með franska kennitölu og guð má vita hvaða pappírum maður þarf að skila inn til þess að fá svoleiðis. Jæja, maður þarf þó enga kennitölu til þess að lesa skáldsögur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Re: Rúgbý - mér finnst rúgbýleikmenn líta út fyrir að vera svona stórir bangsar. Stórir en meinlausir. Uppáhalds mitt er samt þegar þeir klappa hver öðrum á rassinn í hrúgunni. Mjög hómóerótískt, eins og reyndar flestar íþróttir.

Re: Aldur háskólanema - ég kannast nú aldeilis við þetta vandamál. Þegar ég byrjaði í háskólanum í Wales var ég 22 ára en allir aðrir 18 ára. En veistu, ég held að maður fái bara svo miklu meira út úr því að vera aðeins eldri í háskóla. Maður velur sér fag sem mann langar að læra (eða er a.m.k. líklegri til þess) og orkan fer ekki bara í "flippið" við að vera fluttur að heiman og mega koma heim þegar manni sýnist (það var í alvöru mikil gleði yfir því meðal samnemenda minna á fyrsta ári). Mín reynsla er að einhvern veginn finnur maður fólk sem er eldra eða í það minnsta þroskaðra, og svo er ungæðið nokkuð fljótt að fara af unglingunum. Það tekur mann smátíma að kynnast "sínu fólki" en ég held það gerist alltaf að lokum.

Salka (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband