knús, knús og faðmlag

Ég verð að segja (og nú veit ég að mun heyrast hljóð úr horni, allavega frá vinkonu minni Sölku) að ég sé lítið sem ekkert karlmannlegt við íþróttina rugby en heimsmeistaramót þessarar "karlmannlegu" íþróttar stendur nú sem hæst hér í Frans. Jújú, þeir eru flestir rosalega stórir og með mikla vöðva og það er frekar "mans like" þegar þeir hlaupa gríðalega hratt upp völlinn en þar með er það upp talið og ofan greind atriði eiga einnig við um íþróttir eins og handbolta, fótbolta og jafnvel frjálsar íþróttir og geta þær verið mjög karlmannlegar (og kvenlegar að sjálfsögðu). En þegar þessir risastóru vöðvatröll knúsast og faðmast, toga í treyjur hvors annars og lyfta hvorum öðrum upp eins og klappstýrur, allt saman í mjög svo undarlegum buxum með rassbót, líklegast til að koma í veg fyrir að þær rifni á viðkvæmum stöðum í hita leiksins, er fullkomlega allur sjarmi farinn af þeim.
Annars held ég með Tonga á þessu heimsmeistaramóti vegna þess að þar ganga allir í svo skemmtilegum bustamottum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband