The end...

Í gærkvöldi lenti í því að vera aðal/aukaleikari í mjög klakksískri "kvikmynd". Hafði rölt um götur borgarinnar í dágóðan tíma, fremur ósátt við lífið, tilveruna og sjálfa mig eins og kemur fyrir alla endrum og eins og var djúpt inn í eigin hugsunum. Tillti mér á bekk við einhverskonar smátorg/garð og hélt áfram að reyna að koma hugsunum, hugmyndum og pælingum í réttar skúffur inni í höfðinu þegar ég heyri þessa undursamlegu tóna. Ég leit upp og voru þar mættir tveir félagar, nokkrum metrum frá mér, annar með saxafón í hönd og hinn sitjandi með gítar í fanginu. Þeir stóðu beint undir þessum fallegu ljóskerum sem eru út um alla borg en ég sat í skugga af stóru tré. Það var eins og tíminn stæði í stað og allt í einu voru allar skúffur lokaðar og tárin horfin og engar aðrar hugsanir komust að nema hvað þetta væri ótrúlega falleg mynd, þessir tveir ungu menn með hljóðfærin sín hér í gamla bænum við Miðjarðarhafið. Þetta minnti mig dálítið á kafla í bókinni "Kæri herra Guð þetta er hún Anna", já, eða gamla, klassíska kvikmynd. Svona var þetta örugglega hátt í klukktíma og þrátt fyrir að vera illa klædd í kaldri næturgolunni vildi ég ekki labba út úr rammanum. Þeir félagar höfðu tekið eftir mér og spurðu þegar þeir fóru hvort ekki allt væri í lag. "oui" sagði ég og brosti mínu blíðasta. Ef þetta hefði verið alvöru bíómynd og ég kunnað frönsku hefði ég gefið mig á tal við þá, fylgt þeim fram eftir kvöldi (þeir voru að fara eitthvert annað að spila), við orðið rosa góðir vinir og ég endað með að giftast öðrum þeirra, saxafónleikaranum, við eignast börn og ketti og öll lifað hamingjusöm til æviloka. En vegna þess að þetta var ekki alvöru kvikmynd og af því að ég kann ekki frönsku þá óskaði ég þeim bara góðs gengis og þeir hurfu út í myrkrið. Ég hinsvegar rölti á írska barinn og horfði þar á fyrri hálfleik í rugby, England-Tonga en það þar sem það stangaðist verulega á við fyrrnefnda kvikmynd þá rölti ég heim á leið, til koju og inn í draumalandið. Var þó vonsvikin þegar ég vaknaði í morgun þar sem að þeir félagar birtust mér ekki í draumförum mínum í nótt eins og ég hafði vonast eftir heldur bara eintómst stress vegna fyrirætlaðrar skiptinemadvarlar í Finnlandi og átti ég eftir að mála baðherbergið heima hjá Pabba og Þórhildi svart áður en ég gæti farið, með pínu, pínu lítillri málningarúllu. Náði þó ekki að klára að mála því ég rétt náði út á flugvöll, klukkutíma áður en vélin fór í loftið. Fékk þó aldrei að vita hvernig mér farnaðist af í Finnlandi, líklega en ég get ekki ímyndað mér að það gengi mjög vel.
Er farin í þvottahúsið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband