27.9.2007 | 12:27
Velkomin til ársins 1980...ætli flestir hafi þó ekki notað ritvélar þá...segjum frekar svona 1940
"Hérna sjáið þið muninn á einföldu og einu og hálfu línubili (kennari réttir upp blað þar sem bæði hefur verið skrifað með einföldu og 1 og 1/2 línubili og sýnir nemendum á 3 ári í mannfræði við 26.besta skóla Evrópu samkvæmt einhverjum lista). Ég ætla því að biðja ykkur um að skrifa verkefnið með einu og hálfu eins og er hérna (bendir þar sem eitt og hálft línubil er) svo ég geti sett inn leiðréttingar inn á milli línanna og einnig bið ég ykkur um að hafa letrið 12 punkta, þá er það ekki of stórt og ekki of lítið, svona eins og er hér (bendir aftur á blaðið)"
Í þeim tímum sem ég hef mætt í, sem eru að verða annsi margir og fjölbreittir, hef ég aðeins séð einn nemanda nota fartölvu í tímum (í HÍ er oftast líklega um 80% nemenda með tölvur í tímum). Hér í borg fyrirfinnast ekki A4 línustrikaðar gormabækur og nota allir nemendur einstök blöð eða sérútbúin tvöföld blöð sem eru eins og tvö A4 blöð föst saman (svona eins og maður notaði í 4.bekk í barnaskóla) og skrifa á þau eins og þeir eiga lífið að leysa í tímum og verður það til þess að litlar sem engar umræður skapast því enginn má missa tíma þegar hann telur sig þurfa að handskrifa upp orðrétt það sem kennarinn segir. Einnig virðist það vera skylda í flestum greinum að skila öllum verkefnum handskrifuðum og þegar beðið er um 1bls er sem sagt átt við eitt svona sérútbúið tvöfalt blað eins og líst var hér að ofan, skrifað á allar fjórar blaðsíður í hverja línu. Reikna með að kennarar við Paul Valéry eigi sér hvorki fjölskyldur, hunda né áhugamál því að fara yfir 50 svoleiðis verkefni hlýtur að taka skrambi langan tíma.
Nú þegar kennarinn var búin að útskýra fyrir nemendum hvað væri times new roman, 12 punkta letur og eitt og hálft línubil hófst sjálf kennslustundin. Nemendum var úthlutað sérútbúið leshefti vandlega bundið inn og voða fínt. Ég fann hvernig stelpan við hliðina á mér, sem var einmitt sú sama og hafði ekki skilið "do you want to get coffee" byrjaði að svitna...allar greinarnar í heftinu voru á ensku!!! Það hlakkaði pínu í púkanum inn í mér, nú skyldi hún fá að finna fyrir því hvernig mér líður í hverjum einasta tíma, já og svona bara almennt þegar ég stíg út úr litlu íbúðinni minni og út í hinn franska heim. Hún þurfti þó ekki að óttast alveg svona mikið. Næstu tvær heilu klukkustundirnar fóru nefnilega í það að fara í gegnum heftið, kennarinn og nemendur saman. Kennarinn, eldri kona sem augljóslega hefur búið vestanhafs af hreimnum að dæma, þýddi hvern einasta greinartitil, index og efnisyfirlit úr ensku yfir á frönsku svo elskulegir nemendur hennar, á að giska aldrinum 21-25 ára kepptust við að skrifa öryggisorðin góðu inn í greinaheftin sín.
Ætli Sarkozy kunni ensku?
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli það séu sérstakir kúrsar í að skeina sig og reima skóna sína í þessum skóla? Þar gætuð þið Finnur kannski komið að liði sem gestakennarar.
Olga (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.