fokk the system!

Eftir mikla leit að raspi og fisk að ósk afmælisbarnsins var ákveðið að láta steiktan fisk á pönnu með salt og pipar og steiktan lauk duga, auk soðinna kartaflna, allt mjög íslenskt fyrir Jeanne og Adrian. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort olli því, gjörónýta pannan eða dýri fíni fiskurinn sem við vitum ekki ennþá hverrar tegundar var en það endaði með því að boðið var upp á hálfgerðan plokkfisk með lauk og mauksoðnar kartöflur með. Það var hálfgert "crusial moment" þegar ég sá angistarsvipinn á Finni sem stóð yfir pönnunni og horfði á afmælismatinn sinn umbreytast á svipstundu og ég sagði að það væri bara tvennt í stöðunni, annað hvort að panta pizzu eða leika leikinn til enda og láta gestina halda að maturinn ætti að vera nákvæmlega svona og ekkert öðruvísi. Þar sem við Finnur erum svo mikilir leikarar þá var ákveðið að setja upp grímur tvær og skella þessu á borðið. Reyndist fiskikássan ljómandi góð og voru gestirnir að ég held bara mjög ánægð með íslensku veisluna sem var toppuð af mjög svo ljúffengum pönnukökum a la Finnur. Læt myndir úr veislunni og matseldinni fylgja með hér til hliðar.

Keypti fyrstu skólabókina mína í dag, einskonar frankofónískar bókmenntir, það er að segja, skrifaðar á frönsku en af fólki sem kemur upprunalega frá gömlu nýlendum Frakka. Skildi formálann og fyrstu blaðsíðuna en eftir það var hugurinn kominn einhvert langt í búrtistan. Ákvað sem sagt að fara að ráðum góðs vinar sem hann gaukaði að mér þegar ég fór "að njóta ekki alls sem skólinn hefur upp á að bjóða heldur reyna að ná öllu út úr skólanum sem ég mögulega get". Þannig er ég búin að skrá mig í þennan bókmenntafræðiáfanga og lýst ágætlega á, þ.e.a.s ef mér tekst að komast yfir 2. blaðsíðuna í þessari einu bók af mörgum sem á að lesa. Eftir mikið hum og ha taldi ég svo í mig kjark í morgun og ætlaði að mæta í "photo"tíma en það tókst ekki betur en svo að enginn var inn í kennslustofunni þar sem tíminn átti að vera, galtóm svo ég fór aftur heim. Það var kannski ágætt því eftir að hafa talið í mig tvöfaldan kjark mætti ég eftir hádegi í eitthvað sem ég vissi ekki alveg hvað var en reyndist svo vera kennsla í illustrator og photoshop. Þarna var ég búin að finna nákvæmlega það sem ég er búin að vera að leita að, sitja við tölvu, ekki stöðugur fyrirlestur í 3 tíma heldur meira verklegt, vera með kennslu á skjávarpa og eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að læra en aldrei gefið mér tíma í!!!Fullkomið!!!...ekki aldeilis. Þegar kennarinn fattaði að ég var að mæta í fyrsta skiptið fór hann að spyrja mig spjörunum úr og það kom í ljós að ég gæti alls ekki tekið þennan áfanga og þá ekki heldur "photo"áfangann þar sem ég er ekki skráð sem nemandi í art spectacle heldur í mannfræði. Ég var næstum farin að gráta í miðri kennslustofunni svo vonsvikin var ég. Pakkaði niður dótinu mínu og fór.

Þetta ætlar ekki að ganga alveg eins og ég hafði gert ráð fyrir, hvað varðar skólann og kynnast fólki en ég er þó engan veginn af baki dottinn og er farin að upphugsa aðrar leiðir til þess að læra, læra frönsku og mannfræði og að kynnast fleira fólki. Vil þó ekki varpa þeim fram hér og nú heldur velta fyrir mér kostum þeirra og göllum áður en aðrir fara að láta í ljós skoðanir sínar á þeim.

Talandi um fólk. Lagðist á koddann kl.5 í morgun eftir að hafa setið með hóp af snilldarfólki, allstaðar að úr heiminum, frökkum, kanadabúa, írum, svíum, nýsjálending o.fl, og spjallað um heima og geima og sötrað mjöð úti á einu torgi borgarinnar (því eina sem lögreglan er ekki með næturvörslu á). Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og mikil upplyftisprauta í annars mjög vinafáu umhverfi.
Þetta gaf mér þó aðeins 4 tíma svefn er ég því að hugsa um að láta gott heita núna og drífa mig á stefnumót við Óla Lokbrá vin minn á dýnunni minni í nýja "herberginu" mínu en það er útbúið úr sefnsófabaki, tveimur veggjum og IKEA hillu, fyrirtaks herbergi.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ.

Þú veist þú getur gert rasp úr gömlu, hörðu brauði. Setur það í poka og lemur með kökukefli, hamri eða öðru slíku. Nú eða þú getur rifið það niður á rifjárni. Þá ertu komin með heimagert rasp. Bara smá ábending.

Gangi þér allt í haginn kæra mín.

xxx

Hneta Rós

Hneta Rós Þorbjarnardóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband