21.9.2007 | 15:12
...og ekki hleypa ókunnugum inn á meðan ég er í burtu!
Fengum bréf frá leigsalanum okkar, sem er frá alsír en býr í Þýskalandi í vikunni. Í bréfinu stóð að það muni koma arkitekt sem við eigum að hleypa inn, hann ætli að setja eitthvað inn í herbergið hans Finns, eitthvað sem við skiljum ekki hvað er. Hann sagði jafnframt að við ættum ekki að hleypa neinum öðrum ókunnugum inn, það gæti verið hættulegt. Veit ekki afhverju en mér fannst ég vera komin á svið í sýningu sem hét "sambýlingarnir tveir" sem var einskonar systraverk Kiðlinganna sjö. Er annars ansi hrædd um að við sambýlingarnir séum í vondum málum þar sem við erum búin að brjóta eitt glas (hef grun um að það hafi verið dijon sinnepskrukka) og haldfangið á einum hvítum bolla, það stendur svart á hvítu á listanum að þetta hafi hvoru tveggja verið í nothæfu ástandi þegar íbúðin var afhent okkur.
Nokkrir staðreyndapunktar til viðbótar:
Hér finnst varla einstaklingur undir 35 ára sem ekki er með amk 1 lokk (piercing) fyrir ofan axlir fyrir utan í eyrnasnepplunum. Það er ekki óalgengt að hafa 1-3 í vörunum, einn í nefinu, augabrúnunum, kinnunum og svo hef ég séð tvær stelpur með pinna í gegnum hálsinn við efstu hryggjarliðina. Kannski er ég svona mikil bleiða en ég ætla að halda mig við þessi þrjú sem ég er með í eyrunum.
Einnig finnast fleiri dreadlockarar (hár eins og Bob Marley var með) hér en samtals í allri New York borg
í borginni er svakalega mikið af betlurum (ef ég lenti í þeirri ömurlegu aðstöðu að búa á götunni myndi ég líka búa hlýjum stað eins og Montpellier en ekki t.d. í Minneapolis þar sem frostið fer niður í -30 í nokkrar vikur á ári), fleiri en í öllu New York fylki. Þetta fólk er þó mis illa á sig komið, allt frá gömlum konum og mæðrum með nokkur börn upp í unga menn sem virðast nokkuð vel á sig komnir í sæmilegum klæðum en eru kannski bara dálítið latir. Þetta fólk er oftar en ekki með fleiri en einn og fleiri en tvo risahunda með sér.
Sporgvagnar eru snilld. Þeir ganga alla daga vikunnar frá morgni og fram yfir miðnætti og það líða aldrei fleiri en 10mín á milli ferða, yfirleitt meira svona eins og 3 mín. Þeir keyra borginna á alla enda og eru loftkældir í miklum hita.
Mér skilst að við ætlum að borða sushi í kvöld, hlakka til.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ
Steypta trektin í loftinu er mikið undur og ég velti fyrir mér af hverju hún var gerð. Það liggur beinast við að ætla að hún sé til að safna saman vatni, sem lekur þegar mánaðarbirgðum af rigningarvatni er hleypt úr himnum á 30 mín. Trektir eru þeirrar náttúru að safna vatni í einn farveg og Sherlokk Hólms hefur dregið þá skörpu ályktun að það eigi að liggja slanga úr trektinni í nærliggjandi niðurfall, t.d í vaskinn. Loftpottur hefur örugglega ekki verið hannaður í þetta ferli þó vissulega sé það lausn sem lýsir hyggjuviti við óvæntar aðstæður. Legg til að slönguúrval sé kannað.
Gastakkar eru jafnaði ekki búnir til þannig að límbandi þurfi til að tryggja gasstreymi. Hafið þið reynt að halda honum inni og snúa í aðra hvora áttina? Stundum er gert ráð fyrir því.
Skil ekki alveg myndina af svokölluðum klósettplanka. Á þetta að gegna hlutverki hurðar fyrir salernið? Ef svo er, væri e.t.v. ráð að reyna að finna henni farveg í þar til gerðum raufum efst og neðst.
Þú átt ekki að þurfa að standa á tám við vinnuborðið. Þar sem þú ert meira en 145 cm að hæð ættir þú að reyna að lyfta olnbogunum svolítið hærra. Það er auðveldara til lengdar en að tylla sér á tær.
Þá er föndurhorninu lokið í dag. Veriði sæl.
Þorgeir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:46
Breaking News
Ungt fólk í Frakklandi berst við gastakka
Ungt sambýlisfólk, sem þó er ekki par, í Suður-Frakklandi (né heldur annars staðar) greindi frá því, að það hefði gripið til þess örþrifaráðs að tjóðra gastakka með límbandi. Yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þó er talið að þetta brjóti í bága við lög og reglur.
Umræddur gastakki hefur verið mjög baldinn og ekki látið að stjórn með nokkrum hætti. Unga fólkið hefur reynt að snúa honum, þrýsta á hann, telja honum hughvarf, haldið honum niðri og jafnvel gengið svo langt að berja hann (óstaðfest) en að lokum greip það til þess örþrifaráðs að tjóðra hann með límbandi, eins og gert er í erlendum bíómyndum. Unga fólkið er að vonum ákaflega slegið yfir öllu þessu og segir konan þetta vera óþægilega stöðu "því hann losnar stundum aftur". Gastakkahegðun af þessu tagi er ekki algeng en þó vel þekkt. Inngrip og aðgerðir hafa verið heimilaðar til að bæta ástandið en það hefur hamlað hve erfitt er að fá sérfræðinga til þess.
APa fréttastofan
Þorgeir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.