do you want to get coffee?

Nú er spurningin, hver ætli sé munurinn á gaffer frá Tesa og Progaff? spyr sú sem ekki veit. Ekki það að ég ætla veita þér 2. verðlaun Ingi og fara að ráðum þínum, það verður keyptur gaffer í metravís. Líka til að loka frystihólfinu sem frystir ekki alla ávaxtaskammtana sem ég sat heila kvöldstund og skar niður og áttu að duga mér í hádegissmoothie í tvær vikur en þeir sem efstir eru í hrúgunni og þar af leiðandi fjærst kælivökvanum hafa ekki frosið og eru nú farnir að gerjast. Það er ekkert verra, bara aðeins öðruvísi.
Var að hugsa um að flytja mig yfir Miðjarðarhafið, yfir til Afríku, eftir 2 daga af alskýjuðum himni og aðeins um 20c. Hef Tryggva vin minn úr Stúdentaleikhúsinu grunaðan um bölvun en það er víst ekki alveg eins gott veður í Fredrikstad, Noregi þar sem hann var að hefja nám. Það hefur greinilega tekið á að bölva miðjarðarveðrinu því í dag voru örugglega góðar 25c og glaða sólskin. Skal senda þér nokkrar gráður Tryggvi minn.
Því miður hefur ekki verið of mikið eldað í gasofninum ennþá þar sem það kostar miklar kúnstir og oftar en ekki komið þykkt lag af límbandi yfir takkann þegar það gefur sig, bara örlítið, svona mm, en það er nóg til þess að það takkinn færist til og það slokknar á gasinu og það þarf að byrja allt upp á nýtt. Þetta verður allt miklu betra með gaffernum.

Læt fylgja hér smá staðreyndalista mánaðarins, svona til að gefa ykkur skýrari mynd af borgarlífinu:

Borgin er mjög hrein enda vinna ruslakarlarnari ýkjulaust 24/7, þeir vinna alla daga, öll kvöld og allar nætur. Auðvitað ekki alltaf þeir sömu því þá færu þeir í verkfall. Frakkar vinna ekki klukkustund lengur en 35 stundir á viku. Borgin er eins og kirkjugarður á sunnudögum, allt lokað og finnst mér að Íslendingar ættu að taka það sér til fyrir myndar. Skrifstofan í skólanum sem aðstoðar skiptinemana er lokuð 11:30 - 14 alla daga til að starfsmennirnir vinni ekki of mikið.

En þótt að borgin sé mjög hrein þá því miður lyktar hún allt of víða eins og Hróaskelduhátíðin sem er frekar kvimleitt í hressandi morgungöngutúrnum.

Það er mikið trend hjá ungum frönskum mönnum að ganga með svona lítil hliðarveski sem þeir skella yfir öxlina, mjög lítil veski, gjarnan í burburries eða öðru merki. Er að hugsa um að gefa Finni svoleiðs í afmælisgjöf.

Ég spurði bekkjarsystur mína á leiðina heim í sporvagninum í gær "do you want to get coffee?". Hún kváði við svo ég hélt að ég hefði talað of hratt eins og ég á gjarnan til svo ég endurtók spurninguna en hún var sem fyrr eitt stórt spurningarmerki en eftir að ég hafði endurtekið mig í þriðja sinn kveikti hún loksins á orðinu "coffee" og kinkaði kolli. Ég hugsa að það muni enn koma mér á óvart í lok ársdvalar minnar hér hvað fólk talar litla sem enga ensku og er ungt fólk þar engin undantekning. Það bara finnur sig ekki knúið til að læra hana sem er kannski ekki skrítið þar sem ALLT er á frönsku hér, ekki hægt að finna innihaldslýsingu, kvikmynd eða tölvustýrikerfi sem ekki er á frönsku. Við fengum okkur kaffi. Hún talaði, ég skildi flest og brosti.

Eins og frökkum er ummunað um útlit og þægindi þá eru þeir ekkert að splæsa í nýjar klósettsetur ef þær skemmast. Það eru ekki þægindi.

Vangavelta dagsins: Hvernig geta Frakkar verið svona ótrúlega grannir og fit þegar þeir borða allt þetta hvíta brauð, borða allan þennan ost, drekka allt þetta vín og reykja allar þessar sígarettur. Ég á við offituvandamál að stríða miðað við flestar konurnar úti á götu. Gæti það haft eitthvað með stutta vinnuviku og mikið afslappelsi að gera? Börnin eru líka mörg hver með skólatösku á hjólum sem þau draga á eftir sér, meiga ekki reyna of mikið á sig of snemma (sem mér finnst reyndar aðdáunarverð stefna)

Jæja, nú er Finnur búinn að vaska upp svo ég ætla að fara að finna e-h til að elda, mikil samvinna í gangi.

Eins og lesendur hafa tekið eftir tókst nördinu mér að skella inn myndum á þessa síðu. Læt fleiri af íbúðinni og götunni okkar fylgja fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst:

a) gott að þú sért með svona fræðandi og skemmtilegt blogg

b) gott að þú búir með litla bróður mínum.

Kannski getið þið fundið ykkur "arthouse cinema" einhvers staðar sem sýnir bíómyndir á upprunalegu tungumáli; þegar ég bjó í Þýskalandi tókst mér að finna eitt þannig bíó eftir að hafa horft á Erin Brockovich með þýsku tali. Einhverjir súrustu tveir klukkutímar ævi minnar. Annars hef ég líka séð Woody Allen á spænsku, og það var asnalegt.

Salka (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 19:13

2 identicon

Ástarkveðjur frá okkur Kleópötru (sem er búin að troða sér ofan í plastpoka) þar sem við látum fara vel um okkur í stóra rúminu undir súð í Faxaskjólinu.  Vesturbæjarlaugin alltaf góð en mikið assk.. er komið mikið haust hér við Ægissíðuna! Hlakka til næsta bloggs og að heyra frá  þér þegar ég kem aftur til Bxl.

Anna Margrét Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband